HugmyndafrŠ­i

Meginstyrkur Stígamóta felst í því að þar er tekið mark á reynslu brotaþola í kynferðisbrotamálum og er gengið út frá henni í öllu starfi.

Orsakir kynferðisofbeldis

Nokkrar kenningar eru til um orsakir kynferðisofbeldis. Þær má flokka í þrjá aðalflokka. Fyrst er að nefna sálfræðilegar kenningar þar sem gert er ráð fyrir að skýringa sé að leita hjá einstaklingnum, bæði þeim sem beittur er ofbeldinu og þeim sem fremur það. Í öðru lagi eru fjölskyldukerfiskenningar. Í þeim kenningum er skýringa leitað í samskiptum fjölskyldunnar, allir fjölskyldumeðlimir eru ábyrgir fyrir ofbeldinu. Loks er að geta kynjafræðilegra kenninga um kynferðisofbeldi. Í þeim kenningum er skýringanna fyrst og fremst leitað í samfélagsgerðinni, þ.e. í valda- og stöðumismun milli karla annars vegar og kvenna og barna hins vegar.

Frá upphafi vega hefur starfið á Stígamótum byggst á hugmyndum kynjafræðinnar um kynferðisofbeldi. Þær kenningar falla best að reynslu þeirra sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og skýra jafnframt þá staðreynd að það eru, samkvæmt okkar tölum, fyrst og fremst karlar sem beita konur og börn kynferðisofbeldi. Samkvæmt þessum hugmyndum er kynferðisofbeldi skýrasta birtingarmynd kynjamisréttis.

Við lítum því svo á að þeir sem beita ofbeldinu noti það sem stjórntæki til þess að ná valdi yfir fórnarlambi sínu. Sú kynferðislega fullnægja sem ofbeldismenn kunna að njóta er nokkurs konar hliðarbúgrein, markmiðið er ávallt að lítillækka, ráða yfir og hafa taumhald og vald yfir þeirri manneskju sem beitt er ofbeldinu. Áhrif og afleiðingar kynferðisofbeldis eru ekki aðeins tengdar þeim sem því eru beitt. Vitundin um þetta form ofbeldis hefur áhrif á upplifun allra kvenna á því hvað það er að vera kona og tilvist þess takmarkar einnig frelsi kvenna.

Afleiðingar og sjálfshjálp

Kynjafræðilegar kenningar um kynferðisofbeldi skýra ekki aðeins orsakir þessa ofbeldis, þær marka einnig viðhorf og grunngildi í starfi með þeim sem því hafa verið beitt hvort heldur er í einstaklingsstarfi eða hópum. Feminísk viðhorf fela í sér þau megin gildi að líta ekki á þá sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi sem varnarlaus fórnarlömb eða sjúka einstaklinga heldur einstaklinga sem hafa lifað af ógnandi ofbeldi og búa þess vegna yfir miklum styrk.

Jafnframt lítum við svo á að viðbrögð einstaklinga við kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á líf þeirra séu eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum. Vinnan á Stígamótum felst því í að gera einstaklinga meðvitaða um eigin styrk, aðstoða þá við að nota hann til að breyta eigin lífi og að sjá ofbeldið í félagslegu samhengi en ekki sem persónulega vankanta. Jafnframt lítum við svo á að það fólk sem hingað leitar séu „sérfræðingarnir“. Það er að segja; enginn þekkir betur afleiðingar kynferðisofbeldis en sá sem því hefur verið beittur. Við leitumst því við að skapa jafnræðistengsl og nánd milli starfskvenna og þeirra sem leita aðstoðar. Leitast er við að endurspegla þessar hugmyndir í öllu starfi Stígamóta, hvort heldur um er að ræða einstaklingsmiðaða ráðgjöf eða hópastarf.

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga 9-18
Ůri­judaga 9-18
Mi­vikudaga 13-18
Fimmtudaga 9-18
F÷studaga 9-16