Um stÝgamˇt

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi.

Meginmarkmiðin með stofnun Stígamóta eru annars vegar að þau séu staður, sem konur og karlar, sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi, geti leitað til, fengið stuðning og deilt reynslu sinni með öðrum, sem einnig hafa verið beittir slíku ofbeldi eða þekkja það vel. Með kynferðisofbeldi er, auk sifjaspella, nauðgana og kynferðislegrar áreitni, einnig átt við klám, vændi og mansal enda er það reynsla Stígamóta jafnt og annarra kvennasamtaka í heiminum að það tekur langan tíma að vinna úr þeirri erfiðu ofbeldisreynslu sem vændi er og að klám er ein birtingarmynd vændis. Mansal er nútíma þrælasala, og algengasta form mansals er mansal til kynlífsþjónustu. 

Hins vegar eru Stígamót baráttusamtök fyrir bættu samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki liðið. Mikil áhersla er lögð á að veita almenningi og ýmsum starfshópum, sem mæta þeim sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi í starfi sínu, fræðslu og upplýsingar.  Boðið er upp á námskeið og fræðsluerindi um kynferðisofbeldi og hafa umsvif þessarar þjónustu farið vaxandi ár frá ári. Þá taka Stígamót virkan þátt í fjölmiðlaumræðu og vinna að því að skapa sem best tengsl við sem flesta samstarfsaðila og stjórnmálafólk m.a. með því að bjóða völdum hópum í eftirmiðdagskaffi hjá Stígamótum. Stígamót skrifa umsagnir um þingmál og stunda öfluga fræðslu og kynningu í skólum, hjá félagasamtökum, starfshópum og fl. og hafa í gegnum tíðina lagt áherslu á fjölbreytta kynningarstarfsemi svo sem ráðstefnur, auglýsingagerð, veggspjöld, málstofur, fjöldagöngur og ýmislegt fleira. 

Starfið á Stígamótum er kostað af fjárframlögum ríkis, stærri sveitarfélaga, ýmissa félagasamtaka, fyrirtækja og af eigin fjáröflun. Öll þjónusta Stígamóta við þá er þangað leita ókeypis og hún er opin öllum þolendum kynferðisofbeldis eldri en 18 ára án tillits til búsetu þeirra. Með allar persónuupplýsingar er að sjálfsögðu farið sem algjört trúnaðarmál.  

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga 9-18
Ůri­judaga 9-18
Mi­vikudaga 13-18
Fimmtudaga 9-18
F÷studaga 9-16