Vi­tals■jˇnusta

Á Stígamótum er boðið upp á viðtöl fyrir fólk, bæði karla og konur, sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi og aðstandendur þeirra. Þegar fólk leitar fyrst til Stígamóta er því boðið upp á einkaviðtöl. Einstaklingsbundinn stuðningur við að ræða ofbeldið, rifja það upp og setja á það orð eru fyrstu skrefin í þá átt að ná tökum á afleiðingum ofbeldisins. Fólk sem leitar til Stígamóta ræður sjálft ferðinni, hve mikinn stuðning það vill og í hve langan tíma. Erfitt er fyrir flesta að koma í fyrsta viðtalið og er það mjög eðlilegt þar sem um erfiðar endurminningar er að ræða og sumir eru jafnvel að tala um ofbeldið í fyrsta skipti.

Við gerum allt sem í okkar valdi stendur að gera viðtölin eins þægileg og hægt er. Algengast er að viðtölin standi í 45-60 mínútur og séu til að byrja með vikulega eða á tveggja vikna fresti. Þó er það samkomulags atriði. Viðtölin eru einstaklingsbundin og ekki formföst. Fólk þarf að skrifa undir þagnareið og svo biðjum við um að það fylli út spurningalista. Þessar upplýsingar eru fyrir gagnasöfnun en geta líka verið góður stökkpallur til að vinna út frá.

Til að panta viðtal hringirðu í síma 562-6868 eða 800-6868 milli kl. 9-18 virka daga (nema á miðvikudagsmorgnum) eða sendir póst á stigamot@stigamot.is

Margir velja að taka þátt í sjálfshjálparhóp eftir nokkur einstaklingsviðtöl, aðrir velja eingöngu einstaklingsbundna ráðgjöf. Viðtöl hjá Stígamótum eru ókeypis.

Umfangsmikið ráðgjafarstarf fer einnig fram í gegnum síma, það er einkum fólk utan höfuðborgarsvæðisins sem notfærir sér þessa leið, bæði brotaþolar, aðstandendur þeirra, sem og ýmsir fagaðilar sem vilja fá ráðleggingar eða hafa grun um að börn í þeirra umsjá kunni að hafa verið beitt kynferðisofbeldi. Einnig er hægt að vera í tölvusambandi við ráðgjafa.

Við bjóðum einnig upp á rafræna ráðgjöf en þá er hægt að eiga í beinu samtali við ráðgjafa í gegnum tölvu og er nafnleynd í boði. Opið er í rafrænu ráðgjöfinni á xxxdögum og xxdögum milli kl. Xx-xx. Smelltu HÉR til að opna rafræna ráðgjöf.

Viðtöl á landsbyggðinni

Árið 2007 hófst tilraun með verkefni sem var gefið nafnið Stígamót á staðinn. Þá fara starfskonur Stígamóta til sveitafélaga utan höfuðborgarsvæðisins og bjóða þjónustu sína reglulega og halda svo heim til Reykjavíkur með leyndarmálin. Undanfarið hefur verið boðið upp á þessa þjónustu á Sauðárkróki og Egilsstöðum og standa vonir til þess að hægt verði að bjóða upp á fleiri staði. Þá er hægt að fá viðtöl í gegnum síma og nýta margir sér það utan höfuðborgarsvæðisins. Til að fá nánari upplýsingar um Stígamót á staðinn og panta viðtal er hringt í síma 562-6868.

Gæðamat á viðtalsþjónustu

Í desember 2010 skilaði Inga Vildís Bjarnadóttir meistararitgerð í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Efni ritgerðarinnar var mat á þjónustu Stígamóta, sem unnið var úr viðtölum og spurningalistum sem lagðir voru fyrir fólk sem hafði nýtt sér viðtöl á Stígamótum. Lagt var mat á sjálfsvirðingu, kvíða, streitu og þunglyndi hjá tveimur hópum. Annars vegar hjá fólki áður en það fór í sitt fyrsta viðtal og hins vegar hjá fólki sem hafði farið í a.m.k. fjögur ráðgjafarviðtöl.

Niðurstöðurnar sýndu marktækt aukna sjálfsvirðingu. Þunglyndi hafði mælst hjá fyrri hópnum á mörkum þess að vera meðal- og alvarlegt þunglyndi, en hjá þeim hópi sem hafði nýtt ráðgjöf, mældist þunglyndið vægt. Streita og kvíði minnkuðu jafnframt marktækt auk þess sem sjálfsvirðing jókst. Þessar niðurstöður ættu að vera hvatning fyrir það fólk sem veltir því fyrir sér að leita sér hjálpar. Það er ekki eftir svo litlu að slægjast að geta aukið sjálfsvirðingu sína og minnkað þunglyndi, kvíða og streitu með því að vinna úr afleiðingum ofbeldis.

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga - f÷studaga 9 - 18