Rß­gj÷f

Stígamót eru ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi. Aðstandendur, svo sem foreldrar, makar og vinir, geta einnig fengið stuðning og ráðgjöf á Stígamótum óski þeir þess.

Til Stígamóta kemur fólk frá 18 ára aldri vegna ofbeldis sem það hefur verið beitt, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Margir koma vegna ofbeldis sem átti sér stað fyrir mörgum árum og jafnvel áratugum síðan. Vert að taka fram að karlmenn eru ekki síður velkomnir á Stígamót en konur og eru u.þ.b. 10-15% af þeim sem leita til samtakanna árlega.

Margir efast um að það ofbeldi sem þeir voru beittir sé nægilega alvarlegt til að réttlæta að leita til Stígamóta. Kynferðisofbeldi er ekki eingöngu líkamleg valdbeiting heldur einnig óumbeðin og óviðeigandi kynferðisleg hegðun með eða án snertingar. Til dæmis að vera látin horfa á klám eða kynlífsathafnir annarra o.s.frv. Fólk sem hefur verið í vændi eða öðrum störfum í kynlífsiðnaði er einnig velkomið í viðtöl. Ef þú telur þig hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og finnst þú bera afleiðingar þess þá er best að hringja í okkur og panta tíma.

Það er grundvallaratriði að fólkið sem kemur til Stígamóta geti treyst því að sagan þeirra sé í öruggum höndum og því leggjum við okkur fram um að á Stígamótum ríki fullkominn trúnaður. Til dæmis erum við ekki með númerabirti svo fólk geti hringt án þess að hægt sé að bera kennsl á það.

Dæmi eru um að fólk geti ekki komið á Stígamót í viðtöl af ýmsum ástæðum, t.d. vegna fötlunar, veikinda eða fangavistar. Reynt er eftir fremsta megni að bregðast við þessu og koma til móts við þarfir þeirra sem vilja nýta sér þjónustu Stígamóta.

Viðtöl eru fólki að kostnaðarlausu.

Panta tíma
Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 562-6868. Opið er á stígamótum mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9-18 og miðvikudaga kl. 13-18. Oftast er best að ná inn snemma á morgnana eða í hádeginu. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda póst á stigamot@stigamot.is eða að hafa beint samband við ráðgjafa með tölvupósti.

Um börn og unglinga
Ástæða þess að Stígamót taka ekki á móti börnum og unglingum undir 18 ára er að barnavernd sveitarfélaganna sér um aðstoð og þjónustu við þennan hóp. Grun eða vitneskju um kynferðislega misnotkun eða ofbeldi gegn barni eða unglingi skal tilkynna til 112 sem kemur málinu í réttan farveg. Hægt er að óska eftir nafnleynd. Öllum er þó velkomið að hafa samband við Stígamót til að fá nánari upplýsingar og leiðbeiningar.

Ef einstaklingur segir frá kynferðislegri misnotkun gegn barni sem er undir 18 ára aldri þá erum við á Stígamótum lagalega skuldbundnar til að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda. Þetta á einungis við um einstaklinga sem eru undir 18 ára aldri í dag en ekki gömul mál fullorðinna einstaklinga. Ef þú hefur náð 18 ára aldri og ert að koma vegna ofbeldis sem þú hefur verið beitt(ur) þarftu ekki að kæra þó þú komir á Stígamót og þú verður ekki beitt(ur) þrýstingi frá starfskonum Stígamóta til að kæra.

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga 9-18
Ůri­judaga 9-18
Mi­vikudaga 13-18
Fimmtudaga 9-18
F÷studaga 9-16