Al■jˇ­legt starf

Alþjóðastarf Stígamóta hefur undið utan á sig undanfarin ár. Verkefnum hefur fjölgað og samstarf aukist. Alþjóðastarfið tryggir upplýsingaflæði um fyrirmyndarúrræði, fyrirmyndarlög, áhugaverðar rannsóknir, árangursríkar aðgerðir og mannréttindabaráttu almennt.

Alþjóðleg samstarfsverkefni
Í gegnum árin hafa starfskonur Stígamóta tekið þátt í fjölmörgum norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum bæði formlegum og óformlegum. Má nefna Dapneverkefni um ofbeldi gegn erlendum konum í samböndum við norræna karla og annað þriggja ára samstarfsverkefni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um mansal og vændi. Stígamót voru einn af þremur aðilum sem komu á laggirnar Eurpoean Network against Trafficking in Women og hafa beitt sér af krafti innan Nordiske kvinner mot vold. Má nefna gerð heimildamyndar um samtökin sem Halla Einarsdóttir gerði. Frá árinu 2005 hafa Stígamót átt aðild að Kvennanefndarfundum Sameinuðu þjóðanna í New York og staðið fyrir og tekið þátt í ýmis konar dagskrám í tengslum við þá. Frá árinu 2011 hafa Stígamót tekið þátt í samstarfi Noregs, Íslands og Spánar um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, verkefni sem byggist á framlögum úr Þróunarsjóði EFTA og norsku sjóðunum. Á hverju ári hafa Stígamótum borist fjölmörg boð um fyrirlestrahald og samstarf víða um heim og hefur þeim boðum verið sinnt eftir föngum. Meira um alþjóðastarfið má lesa í ársskýrslum og í fréttahluta heimasíðunnar.

Ofbeldisvöktun European Women´s Lobby
Í mörg ár hefur verið frjótt samstarf á milli Stígamóta og European Women´s Lobby sem eru stærstu regnhlífarsamtök kvennahreyfinga innan Evrópusambandsins. Má nefna að EWL héldu utan um samstarfsverkefni Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna um mansalsmál og áttu mikinn þátt í að ENATW verkefnið komst á. Í báðum þessum verkefnum tóku Stígamót mjög virkan þátt. Á vegum EWL er starfandi European Policy Action Centre on Violence Aginst Women. Í hópnum eru 22 sérfræðingar frá jafnmörgum Evrópulöndum og fyrir hönd Stígamóta hefur Guðrún Jónsdóttir tekið þátt í starfinu.
Markmið þessa sérfræðingahóps er:

 • Að fylgjast með þróuninni innan málaflokksins 
 • Bæta þjónustu, fyrirbyggjandi aðgerðir og varnir fyrir konur sem hafa verið beittar ofbeldi af hálfu karla
 • Vera tengiliður ólíkra hópa sem vinna gegn ofbeldi
 • Vitundarvakning og að halda til haga umfangi ofbeldis
 • Að hafa vakandi auga með staðbundinni, svæðisbundinni, þjóðfélagslegri og Evrópskri þróun innan málaflokksins.
 • Benda bæði á framfarir og mögulegt bakslag og halda til haga tölfræði og öðrum gögnum. 
 • Að berjast fyrir því á alþjóðavettvangi, Evrópuvettvangi og í eigin landi að umburðarlyndi fyrir ofbeldi verði ekkert.

Alþjóðlegar tölfræðiupplýsingar um ofbeldi gegn konum
Stígamót hafa undanfarin þrjú ár tekið þátt í alþjóðlegri söfnun á tölfræðiupplýsingum um ofbeldi gegn konum. Alþjóðasamtökin okkar; The Global Network of Women´s Shelters hafa staðið fyrir söfnuninni og 121 samtök í 44 löndum hafa talið fjölda kvenna og barna einn dag á ári. Árið 2012, á einum degi ársins, leituðu 106.108 konur og börn hjálpar hjá Kvennaathvörfum þessara landa. Af þeim var 8.148 konum og 4.385 börnum neitað um hjálp vegna plássleysis. Frekari upplýsingar má finna hér: https://www.acws.ca/sites/default/files/DRAFTGlobal2012CountReport_FINAL%20AB%20VERSION.pdf

Aðild Stígamóta að regnhlífar og alþjóðasamtökum og helstu samstarfsaðilar

 • Norrænar konur gegn ofbeldi sem eru regnhlífarsamtök norrænna kvennasamtaka sem vinna gegn ofbeldi . Talskona Stígamóta er í stýrihópi samstarfsaðilanna. Hér má sjá heimildamynd um þessi regnhlífarsamtök: http://vimeo.com/38649228 
 • Equality Now! http://www.equalitynow.org/ 
 • WAVE - women against violence in Europe, talskona Stígamóta er tengiliður WAVE á Íslandi : www.wave-network.org 
 • Coalition Against Trafficking in Women sem sérstaklega beita sér gegn þeirri nútíma þrælasölu á konum sem kynlífsiðnaðurinn stundar. Samtökin veittu Stígamótum viðukenningu fyrir grasrótarstarf gegn mansali árið 2007. catw-l@list.web.net
 • European´s Womens Lobby, Talskona Stígamóta er í sérfræðingahópi um ofbeldismál innan European Policy Action Centre on Violence Aginst Women http://www.epacvaw.org/ 
 • Global network of women´s shelters: Alþjóðlegu kvennaathvarfasamtökin, Stígamót eiga fulltrúa í 17 kvenna bráðabirgðastjórn, sem undirbýr stofnun alþjóðlegra samtaka kvennaathvarfanna í heiminum
 • Skotturnar Regnhlífarsamtök 23 kvennasamtaka www.kvennafri.is 
 • Norræni kvennaháskólinn; talskona Stígamóta er varamaður í háskólaráði http://www.kvinnor.no/

SvŠ­i

 • 562 6868
 • 800 6868

Netspjall

 • English
 • Espanol
 • Thailand
 • Polski
 • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga 9-18
Ůri­judaga 9-18
Mi­vikudaga 13-18
Fimmtudaga 9-18
F÷studaga 9-16