Nau­ganir

 

Nauðgun er einn af alvarlegustu glæpum sem framdir eru gagnvart einstaklingum, aðeins morð er litið alvarlegri augum samkvæmt hegningarlögum. Nauðgun skilgreinum við á Stígamótum sem kynferðislegt ofbeldi þar sem einhver þrengir sér eða gerir tilraun til að þrengja sér inn í líkama annarrar manneskju gegn vilja hennar og brýtur þar með sjálfsákvörðunarrétt og sjálfsstjórn hennar á bak aftur.

Í bæklingnum Um nauðganir sem Stígamót gáfu fyrst út árið 1993 en var endurútgefinn árið 2012 er að finna heilmikið fræðsluefni sem tengist nauðgunum . Hægt er að nálgast prentaða útgáfu bæklingsins á Stígamótum og útgáfu á tölvutæku formi hér á síðunni.

Nauðgun er kynbundið ofbeldi. Það eru oftast karlar sem nauðga konum, börnum og öðrum körlum. Í textanum bæklingnum hér að neðan er notast við orðið kona yfir brotaþola í nauðgunarmáli í ljósi þess að það eru oftast konur og unglingsstúlkur sem er nauðgað. Það skal þó tekið fram að mörg dæmi eru um að körlum sé nauðgað. Nauðgun snertir ekki aðeins konuna sem fyrir henni verður heldur alla þá sem standa henni nærri. Nauðgun er ekki aðeins árás á konuna og áfall fyrir hana heldur einnig samfélagslegt vandamál sem taka þarf höndum saman til að binda endi á.

 

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga - f÷studaga 9 - 18