äKonur lj˙ga til um nau­gunô Hva­ mß ■a­ kosta?

Höfundur: Anna Bentína Hermansen

Fyrirsögnin er sótt í pistil sem var skrifaður ekki fyrir svo löngu af formanni lögfræðingafélags Íslands. Svo ég vitni nú orðrétt og beint í þennan pistil var sagt að: „ Það væru fullt af dæmum til þar sem kynferðisbrotum sé ranglega haldið fram af ýmsum ástæðum, s.s. vegna framhjáhalds, samviskubits, eineltis o.s.frv.“

 Af einhverjum ástæðum virðast þessi viðhorf lifa góðu lífi hérlendis þrátt fyrir að þau hafi ítrekað verið hrakinn. Þau slæðast inn á ýmsum stöðum og seitla inn í vitund samfélagsins. Margir virðast samsama sig með þessum viðhorfum og láta hafa þau eftir sér opinberlega eins og þau væri heilagur sannleikur runnin úr rifjum fagmennsku og hlutleysis.

Nýleg evrpópsk rannsókn sýnir að 2-9% kynferðisbrotamála eru byggð á röngum sakagiftum sem er svipað hlutfall og í öðrum brotaflokkum[1]. Samkvæmt upplýsingum frá neyðarmóttöku vegna nauðgana í Fossvogi eru 1-2% þeirra mála sem þangað berast byggðar á fölskum grunni. Út frá þessum staðreyndum væri líklega réttara að segja að það væru til dæmi þar sem kynferðisbrot séu ranglega haldin fram en þau séu að meðaltali í 3% tilfella, en ekki „fullt af dæmum“ eins og ofangreind ummæli ranglega lýsa. Ástæðurnar sem formaður lögfræðingafélagsins telur upp eru líka byggðar á getgátum en ekki staðreynum og undirbyggja enn frekar mýtur um illa innrættar konur sem ljúgi til að firra sjálfa sig ábyrgð vegna kynlífs sem hefur farið úr böndunum.

Við gætum svosem dregið ýmsar ályktanir úr frá sífellum niðurfellingum kynferðisbrotakæra. Til dæmis gætum við í fljótu bragði afgreitt þennan málaflokk með því að hér væri sönnun um að kærum sem vísað er frá séu  ekki á rökum reistar. Það mundi gera réttarkerfið skilvirkt og heilsteypt í okkar huga. Á árunum 2003-2007 voru um 40% allra mála sem bárust til Ríkissaksóknara felld niður. Mál sem heyra undir kynferðisbrotamál voru hins vegar felld niður í 71% tilfella. Af þeim sem hljóta áheyrn dómstóla enda um 13% mála með sakfellingu.

Hvers vegna er svona mörgum málum vísað frá? Margir trúa því að ástæðan sé sú að meintur brotaþoli hafi ranglega haldið fram brotinu. Fyrrum ríkissaksóknari vildi meina í blaðaviðtali DV árið 2010 að bókstaflega allt væri kært í dag (af þeim einstaklingum sem leita sér hjálpar við kynferðisofbeldi, kæra 10%). Það væri auðvelt að afgreiða málin þannig, það gefur okkur öryggi um að réttarkerfið verndi okkur. Það grefur heldur ekki eins alvarlega undan okkar heimsmynd um réttlátan heim, þar sem nauðganir heyra til undantekninga en til séu „fullt“ af dæmum um fólk sem heldur ranglega fram kynferðisbrotum. Það er þó skárra að einhver ljúgi, heldur en að einhver nauðgi. Er það ekki?

Ég verð að hrista aðeins upp í þeirri goðsögn og koma með blákaldar staðreyndir. Af þeim einstaklingum sem leita til Stígamóta vegna nauðganna eru að meðaltali 10-11% sem kæra.

Í rannsókn sem ég gerði á 18 konum sem beittar höfðu verið kynferðisofbeldi höfðu tvær kært, hinar sögðu: „Það þýðir ekkert að kæra“, þær tvær sem kærðu fengu ekki áheyrn dómsstóla og máli þeirra var vísað frá.

Í skýrslu starfshóps Ríkissaksóknara um meðferð nauðgunarmála kemur fram að lögregla hafi í allmörgum málum haft afskipti af ungum konum sem óskuðu eftir að komast á Neyðarmóttöku, en vildu ekki leggja fram kæru. Í skýrslunni segir orðrétt: 

Þá háttaði svo til í mörgum málum sem voru kærð að lýsingar kærenda eða önnur atvik gerðu að verkum að ekki var hægt að sýna fram á að verknaðarlýsingu hegningarlagaákvæða um kynferðisbrot væri fullnægt, s.s. um ofbeldi, hótun, nauðung eða misneytingu (Ríkissaksóknari 2002, s. 10).

 Í skýrslu sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1989 í kjölfar könnunar á rannsókn og meðferð nauðgunarmála kom fram að einungis fjórðungur kvenna veitti virka líkamlega mótspyrnu og 48% kvenna börðust ekkert á móti. Við höfum þá hugmynd um nauðganir að þær skilji eftir sig mikla áverka, annars sé ekki um nauðgun að ræða. Lögin krefja konur um að berjast á móti, ef þær gera það ekki þá hafa þær engan hvata til að kæra. Greinilegt er að réttarkerfið virðast ekki gera ráð fyrir þeirri staðreynd að fæstir brotaþolar berjast á móti og  þar sem verknaðurinn fellur ekki undir rétt hegningarlagaákvæði, þá sé málinu vísað frá.

Brotaþolar sem horfa upp á ofbeldismenn sýknaða lýsa því sem öðru áfalli, ekki síður djúpstæðu og mannskemmandi en ofbeldinu sjálfu. Í þeim fáu tilfellum sem ofbeldismaðurinn er fundinn sekur eru dómarnir almennt mildir og endurspegla ekki grófleika glæpsins. Það eykur á vanlíðan og vanmáttarkennd brotaþolans að fá þau skilaboð að glæpurinn sem var framinn gegn líkama hans, sál og kynfrelsi sé léttvægur.

Ég er ekki að mæla með þyngri refsingum enda trúi ég ekki á að slíkt hafi fælingarmátt eða geri ofbeldismenn að betri þjóðfélagsþegnum. Ég er heldur ekki að mæla með öfugri sönnunarbyrði eða að slakað sé á sönnunarkröfum þótt sumir hafi gert mér upp þær skoðanir, þegar ég hef vogað mér að gagnrýna réttarkerfið. Ég er að benda á galla í kerfinu. Galla sem fleiri hafa gagnrýnt og sett spurningarmerki við, þar á meðal ein af virtustu mannréttindarstofnun heims;  Sameinuðu þjóðirnar.[2]

Á neyðarmóttöku nauðganna leita að meðaltali 200-300 einstaklingar á ári. Af þeim er um 10% sem kæra. Sumir segja að betra sé að níu sekir gangi lausir en einn saklaus sitji inni. Gott og vel, engin vill að saklaus einstaklingur sé sakfelldur, ég get vel tekið undir það.

En hvað má það kosta?  Erum við sátt við að  40 meintir gerendur gangi lausir eða 100. Setjum við kannski mörkin við 300 áður en við förum að sjá gallana í eigin réttarkerfi og hversu máttlaus það er að vernda þann sem lagaákvæðið á að hverfast um,  meintan brotaþola, athafnarfrelsi kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt hans?

Anna Bentína Hermansen


[2] www.domsmalaraduneyti.is/media/skyrslur/athugas_mannrettindanefndar.pdf Í skýrslunni lýsir Walter Kälin, sérfræðingur frá Sviss, áhyggjum sínum yfir því hversu fáar ákærur í nauðgunarmálum séu. Hann spyr hvaða skilaboð íslenskt samfélag sé að senda? Voru allar konurnar að júga eða var yfirvöldum hreinlega sama. Vonru skilaboðin þau að konur ætti einfaldlega ekki að tilkynna málin því þær mundu einungis uppskera vandræði fyrir vikið.

 

SvŠ­i

  • 562 6868
  • 800 6868

Netspjall

  • English
  • Espanol
  • Thailand
  • Polski
  • Russian

StÝgamˇt

Laugavegi 170 | 105 ReykjavÝk
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Bankan˙mer:á101-15-630999
Kt.: 620190-1449

OpnunartÝmar
Mßnudaga 9-18
Ůri­judaga 9-18
Mi­vikudaga 13-18
Fimmtudaga 9-18
F÷studaga 9-16