Með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili Stígamóta hjálpar þú fólki sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi. Hjá okkur fer fram umfangsmikið starf með konum, körlum og fólki af öllum kynjum vegna nauðgana, sifjaspella og vændis.

Rúmlega 700 manns nýta sér þessa aðstoð á hverju ári.

Öll þjónusta Stígamóta við þá er þangað leita er ókeypis og hún er opin öllum þolendum kynferðisofbeldis eldri en 18 ára án tillits til búsetu þeirra.

Styrktaraðilar Stígamóta eru hugsjónafólk sem tekur virkan þátt í báráttunni fyrir réttlátara samfélagi.

Meginmarkmið Stígamóta eru annars vega að vera staður þar sem fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi, getur leitað, fengið stuðning og deilt reynslu sinni með öðrum, sem einnig hafa orðið fyrir slíku ofbeldi eða þekkja það vel. Í boði eru einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópar.

Sem styrktaraðili Stígamóta tekur þú þátt í þessu starfi sem miðar að því að bæta samfélagið okkar og hjálpa fólki að líða betur.

Hins vegar eru Stígamót baráttusamtök fyrir bættu samfélagi þar sem kynferðisofbeldi er ekki liðið. Stígamót skrifa umsagnir um þingmál og stunda öfluga fræðslu og kynningu í skólum, hjá félagasamtökum, faghópum og fleirum – umsvif þessarar þjónustu hefur farið vaxandi ár frá ári. Einnig taka Stígamót virkan þátt í fjölmiðlaumræðu.

Í gegnum tíðina hafa Stígamót lagt áherslu á fjölbreytta kynningarstarfsemi svo sem ráðstefnur, auglýsingagerð, veggspjöld, málstofur, fjöldagöngur og ýmislegt fleira.

Við þurfum þinn stuðning til að halda áfram að sinna og þróa fjölbreytta þjónustu Stígamóta.

Nánari upplýsingar: [email protected]