Stígamót

 • Ráðgjöf

  Ráðgjöf

  Stígamót bjóða upp á viðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Aðstandendur eru einnig velkomnir.

  Meira
 • Stígamót á staðinn

  Stígamót á staðinn

  Markmið verkefnisins Stígamóta á staðinn er að veita fólki á landsbyggðinni tækifæri á því að sækja þjónustu Stígamóta í sinni heimabyggð.

  Meira
 • Kynferðisofbeldi

  Kynferðisofbeldi

  Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um kynferðisofbeldi og fræðslustarf Stígamóta.

  Meira

Fréttir

Bíókvöld í kvöld kl. 20

Stígamót bjóða til stuttmyndasýningar kl. 20 þriðjudagskvöldið 25. nóvember. Tilefnið er upphaf 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst sama dag. Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir sem fjalla um ofbeldi gagnvart fötluðum konum. Tvær af þessum myndum voru sýndar á fyrirlestri Kerstin Kristensen sem kom til landsins frá Svíþjóð í maí á þessu ári. Nú munum við sýna allar fimm myndirnar sem fjalla um mismunandi tegundir ofbeldis sem ólíkir hópar fatlaðra kvenna verða fyrir. Myndirnar eru á sænsku en með enskum texta. Þær eru það vel leiknar að jafnvel þótt maður skilji ekki tungumálið né textann sýna þær birtingarmyndir ofbeldis á áhrifaríkan hátt. Hver mynd er um 5-10 mínútur en fjallað verður stuttlega um efni hverrar myndar fyrir sig að henni lokinni. Allir hjartanlega velkomnir! Lesa meira

Strákarnir á Stígó! Miðvikudaginn 19. nóv. kl. 20:00

Á Stígamótum viljum við bjóða körlum sem hafa nýtt þjónustu okkar í gegnum árin í kaffi og góðgæti í nýja húsnæði Stígamóta á Laugavegi 170. Lesa meira

Stuttmyndasýning – Ofbeldi gagnvart fötluðum konum 25. nóv kl. 20

Stígamót býður í bíó með popp og kóki í nýju og aðgengilegu húsnæði að Laugavegi 170, 2. hæð. Sýndar verða fimm sænskar stuttmyndir „Det finns stunder“ sem fjalla um ólíkar tegundir ofbeldis sem fatlaðar konur með ólíkar skerðingar verða fyrir. Sýningartími er 30 mínútur. Umræður á eftir. Lesa meira

Svæði

 • 562 6868
 • 800 6868

Netspjall

 • English
 • Espanol
 • Thailand
 • Polski
 • Russian

Stígamót

Laugavegi 170 | 105 Reykjavík
S. 562 6868 / 800 6868
stigamot@stigamot.is

Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga 9 - 18